Yfirlit og meginhugmynd

Hér er yfirlit yfir helstu hluta námskeiðisins en það skiptist í sex hluta þar sem hvert leiðir af öðru. Námskeiðið er fyrir kennara á öllum stigum grunnskólans yngsta, mið- og unglingastigi.

Hagnýtt námskeið fyrir stjórendur og kennara á grunnskólastigi. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir gerð námsvísa þar sem grunþættir aðalnámskrár, lykilhæfni, námsferli og samþætting stýra náminu. Niðurstaðan er persónumiðað miðað nám sem byggir á þátttöku nemenda, ábyrgð og áhuga. Loksins námskeið sem útskýrir Á hagnýtan hátt hvernig útfæra má gildandi aðalnámskrá með áætlanagerð sem stenst ítrustu kröfur gæðaviðmiða MMS og OECD.

Hverjum hluta fylgir glærupakkinn á pdf og listi af ítarefni hverjum kafla til stuðnings.

Við gerð námskeiðisins er unnið útfrá Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og leitast við að útfæra nám með grunnþætti og lykilhæfni að leiðarljósi en á heildstæðan máta. Gæðaviðmiðum Menntamálastofnunnar 2018. OECD Learning Compass 2030. Matstæki um þróun skólastarfs í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag 2018 og Learning Compass OECD.
Yfirlit.pdf