Bráðgerir nemendur


Í fyrirlestri er farið yfir veruleika bráðgerra nemenda í leik- og grunnskólum og aðeins rætt um þarfir þeirra.

Á námskeiði er farið nánar yfir hvernig best sé að mæta þeim í stórum hóp (bekk) til að styrkleikar þeirra njóti sín og þeir fái tækifæri til að efla veikleika sína. Einnig verður tími til að spyrja um ráð fyrir einstaka nemendur.

Lágmarksfjöldi á hverri vinnustofu/námskeiði er 10 manns og er það í boði þegar næg þátttaka fæst.

Óski skólar eftir handleiðslu/fyrirlestri fyrir stærri hóp er hægt að hafa samband við Ásgarð.

Athugið að fyrirlesturinn hér er ókeypis og honum fylgja ígrundunarspurningar fyrir kennara.


Veldu námskeið

Næstu skref


Ásgarður býður upp á námskeið (og stundum handleiðslu) fyrir kennara og/eða stjórnendur þar sem farið er betur í efni fyrirlestra.

Vinsamlegast hafið samband við Kristrúnu Lind Birgisdóttur til að fá frekari upplýsingar: [email protected]