Fyrir kennara sem eru hefja sína fyrstu vegferð í stafrænum heimi í grunnskóla og aðra sem eru að leita að öðrum leiðum til að nýta stafræn námsumhverfi til að tryggja virkni nemenda.

Um efnið

Í fyrirlestri er farið yfir kosti þess að nýta sér fjarnámumhverfi hvort sem kennslan sé fjarkennsla eða blönduð kennsla. Farið er yfir nokkrar af þeim lausnum sem eru í boði og hvernig best sé að tryggja virkni allra nemenda í þannig umhverfi. Þátttakendur fá líka tengla á efni sem nú þegar er hægt að nálgast sem er hjálplegt þeim sem eru nýjir í stafrænu kennsluumhverfi.

Í vinnustofu setja kennarar upp kennsluáætlun sem hægt er að nota bæði í beinni kennslu með rafrænum lausnum og/eða í fjarkennslu. Það er hægt að mæta með verkefni sem eru staðbundin til að fá hugmyndir til að breyta þeim fyrir blandað umhverfi. Markmiðið er að nemandinn verði sjálfstæður námsmaður og virkur í eigin námi.

Óski skólar eftir handleiðslu/fyrirlestri fyrir stærri hóp er hægt að hafa samband við Ásgarð.

Veldu leið

Næstu skref

Ásgarður býður upp á alhliða kennslufræðilega skólaþjónustu. Skólar geta óskað eftir aðstoð við skólaþróun í allri mynd. Reynsla og sérfræðiþekking starfsmanna skólans er víðtæk og snýr frá stjórnun skóla eða nemendahópa til námsmats og kennslu almennt.

Sé óskað eftir nánari upplýsingum, hafið þá samband við Kristrúnu Lind Birgisdóttur: [email protected]