Kennsluráðgjöf fyrir grunnskólakennara


Langar þig að geta speglað starfshætti þína með sérfræðingi sem þú getur treyst?

Kennsluráðgjöf getur hentað kennurum á öllum skólastigum. Ráðgjöfin getur verið fyrir einstaklinga eða kennarateymi. Tveir eða fleiri eru hópur og fæst endurgreitt úr vonarsjóði, sérsniðin námskeiðislýsing fylgir ásamt tengingu við starfsþróunaráætlun viðkomandi skóla. Fullgildur reikningur fylgir.

Öll kennsluráðgjöf ráðgjafa Ásgarðs byggir á viðmiðum um gæðastarf í skólum. Ráðgjafar í Ásgarði hafa sérstakan metnað og áhuga á samþættingu námsgreina þar sem grunnþættir og lykilhæfni stýrir ferðinni. Að nýta áhugasvið nemenda og að aðstoða kennara við að leggja verkefni þannig fram að nemendur sjái tilgang með náminu.


Veldu verð

Algengar spurningarEndurgreiðsla

Full endurgreiðsla ef viðskiptavinurinn telur ráðgjöfina ekki standa undir væntingum! 


Hvernig fæ ég boð um fyrsta ráðgjafatímann

Engar áhyggjur - við sendum tölvupóst og komum okkur saman um heppilegan tíma til að hittast - öll ráðgjöf fer fram á skjánum. 

Get ég keypt fleiri en einn tíma? 

Auðvitað! Ef þú kaupir 5 tíma færðu 30% afslátt. Allt umfram fimm tíma er samningsatriði og fer eftir því hversu margir eru saman í hóp.